Já gott fólk nú förum við einungis eftir einn og hálfan sólarhring. Sólrún, börnin og ég erum orðin talsvert spennt. Þetta verður nokkuð strembið. Þurfum að fara á fætur klukkan fjögur og vera mætt upp á völl klukkan 5:30. Svo fljúgum við klukkan 7:30 og förum svo með lest niður til Óðinsvéa (beygingar kannski brenglaðar). Við ættum að koma að húsinu um 4 leytið og svo fáum við lyklana hálf fimm og gámurinn kemur klukkan 5. Þá mun burður hefjast og verðum við að ná öllu út af því að rúmið okkar er innst. Svo þarf að bruna í www.bilka.dk og kaupa rúm handa Rúnu Alexander og Dísu.
Fórum seinustu helgi í útskriftarveislu hjá Stefáni Agnari son Hjörleifs bróður. Littli Stefán er orðinn rafvirki og stefnir á stúdentsprófið að ári. Veitingar voru vægast sagt frábærar í veislunni. Boðið var upp á snittur með gröfnu lambakjöti, marineruðum túnfiski, smokkfiski, mozzarella og risarækjum. Betra hef ég varla fengið.
Á sunnudag vorum við boðin í mat til Pabba og Erlu í prýðilegt lambalæri og þarna kvöddu Sólrún og börnin í bili. Svo í kvöld var okkur boðið í svínakjöt hjá tengdó og þar voru allir mættir. Maturinn var fínn og svo ekki verra að klára máltíðina með kaffi og koníaki.
Ég get ekki beðið eftir að hætta hjá mínu yndæla fyrirtæki. Ég er búinn að vera þarna í 6 ár og satt best að segja hef látið vaða yfir mig í ýmsum málum. Kannski er þetta ego eða lack of ego problem en ég hef alla vegana lært margt á þessum tíma og hef nokkuð glögga hugmynd um hvernig ekki ætti að gera hlutina. Ætli það dugi ekki í bili þar til ég fæ seinasta launaseðilinn :)
kveðja,
Arnar Thor
Fórum seinustu helgi í útskriftarveislu hjá Stefáni Agnari son Hjörleifs bróður. Littli Stefán er orðinn rafvirki og stefnir á stúdentsprófið að ári. Veitingar voru vægast sagt frábærar í veislunni. Boðið var upp á snittur með gröfnu lambakjöti, marineruðum túnfiski, smokkfiski, mozzarella og risarækjum. Betra hef ég varla fengið.
Á sunnudag vorum við boðin í mat til Pabba og Erlu í prýðilegt lambalæri og þarna kvöddu Sólrún og börnin í bili. Svo í kvöld var okkur boðið í svínakjöt hjá tengdó og þar voru allir mættir. Maturinn var fínn og svo ekki verra að klára máltíðina með kaffi og koníaki.
Ég get ekki beðið eftir að hætta hjá mínu yndæla fyrirtæki. Ég er búinn að vera þarna í 6 ár og satt best að segja hef látið vaða yfir mig í ýmsum málum. Kannski er þetta ego eða lack of ego problem en ég hef alla vegana lært margt á þessum tíma og hef nokkuð glögga hugmynd um hvernig ekki ætti að gera hlutina. Ætli það dugi ekki í bili þar til ég fæ seinasta launaseðilinn :)
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli